Ragna í New York

5. september 2006

Skólinn byrjaður á ný

Mér líst bara vel á námskeiðin mín þessa önnina. Vona að ég verði á sömu skoðun eftir vikuna.

Fór á Phillies hafnaboltaleik með Harold, Stefáni og Völlu á laugardaginn. Ég verð bara að segja að mér fannst bara gaman. Leikvangurinn er mjög flottur, enda byggður 2004. Það var reyndar hellirigning alveg þar til leikurinn var flautaður af stað. Annars urðum við vitni að bónorði á leiknum. Kom upp á skjáinn á leikvanginum og allt saman. Ég svona í alvöru talað hélt það gerðist bara í bíómyndunum.

Annars var alveg ekta prinsessuafmæli í gær. Litla prinsessan fékk nánast nýtt herbergi með alls konar dóti sem prinsessur þurfa. Herbergið hafði verið lokað í viku þar sem álfarnir þurftu smátíma til að smíða öll húsgögnin. Held sú litla hafi bara verið ánægð með fínu gjöfina. Hver veit nema ég komi með myndir e-n tímann ef Bragi er góður við mig.

Þann 05 september, 2006 22:53, sagði Blogger Albína...

Ég myndi ekki segja já ef einhver bæði mín á skjá á íþróttaleikvangi en kannski er ég bara skrítin.
Kannski góð leið til að fá fólk til að segja já sem annars myndi ekki gera það, erfitt að segja nei fyrir framan fullt af fólki.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)