Fyrsti fyrirlesturinn búinn
Vá ég er búin að kenna fyrsta tímann minn. Þó nokkuð margir eldri en ég. Einn var meira að segja í svona bláum spítalabúning.
Fór beint eftir kennsluna í matvörubúðina og keypti gulrætur. Fór svo heim og bjó til gulrótarsúpu (úr bókinni The Joy of Cooking) sem heppnaðist svona líka mjög vel. Notaði að sjálfsögðu nýja blandarann minn sem er vel á minnst alveg frábær. Súpan var kannski í þykkara laginu en það var allt í lagi. Ég er bara stolt af sjálfri mér að hafa eldað gulrótarsúpu og hananú.
Annars er ég bara ánægð með hann Magna - hann bara kominn í úrslitaþáttinn. Áfram Ísland ;)
Fór beint eftir kennsluna í matvörubúðina og keypti gulrætur. Fór svo heim og bjó til gulrótarsúpu (úr bókinni The Joy of Cooking) sem heppnaðist svona líka mjög vel. Notaði að sjálfsögðu nýja blandarann minn sem er vel á minnst alveg frábær. Súpan var kannski í þykkara laginu en það var allt í lagi. Ég er bara stolt af sjálfri mér að hafa eldað gulrótarsúpu og hananú.
Annars er ég bara ánægð með hann Magna - hann bara kominn í úrslitaþáttinn. Áfram Ísland ;)


-
Þann 07 september, 2006 10:27,
sagði
Nafnlaus...
-
-
Þann 07 september, 2006 12:21,
sagði
Ragna...
-
-
Þann 07 september, 2006 13:10,
sagði
Nafnlaus...
-
-
Þann 09 september, 2006 01:13,
sagði
Valla...
-
-
Þann 11 september, 2006 01:48,
sagði
Albína...
-
Viltu tjá þig?Var hann í "scrubs"???
Já!!!!
Hæ Ragnheiður,
Takk fyrir að benda okkur á blandarann, við keyptum okkur líka alveg eins;)
Kúl að blandarinn virkar ;)
Við Erika eigum blandara hér á Pinehurst, hann er ennþá í kassanum enda er eldað hér svona 2 í mánuði...