Ragna í New York

12. september 2006

Eitt stórt bros :D

Mér líður eins og heiminum hafi verið lyft af herðum mér ;)

Ég var í tíma áðan í fundastofunni. Alveg þegar tíminn er að vera búinn fara allir prófessorar í deildinni að tínast saman fyrir utan. Nokkrir halda á bláum bókum (blue book er heitið yfir prófbækur, þ.e. bækurnar/heftin þar sem maður skrifar niður lausnirnar á prófunum). Vá hvað ég stressaðist upp. Það var greinilega að byrja deildarfundur þar sem MÁLEFNIÐ á dagskrá voru doktorsprófin okkar. Klukkutíma síðar er bankað á allar skrifstofurnar hjá okkur 2. árs nemum. Ég fékk tvo þumla upp. Ég náði öllum prófunum mínum!!!

Ég hef varla getað tekið brosið af síðan þá, ég hálfvalhoppaði heim og ég bara finn hvernig að hefur létt yfir mér ;) Í fyrsta sinn frá því ég byrjaði í náminu hérna þá finnst mér eins og ég eigi heima hérna. Þessi próf vofðu alltaf yfir mér og vá hvað það er gott að vera komin í gegnum þau.

Svo er ég líka búin með eina viku í skólanum og ég held barasta að allir kúrsarnir mínir séu frábærir. Mjög áhugaverður einn kúrsinn sem heitir tölfræðilegar aðferðir í fMRI (functional MRI, MRI = segulsneiðmyndir). Einn prófessor sem hefur mikið unnið í því og þetta hljómar allt saman mjög spennandi.



Þann 12 september, 2006 15:39, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju elsku Ragnheiður! Þetta er ekkert smá flott hjá þér;)
Nú verðurðu að gera eitthvað skemmtilegt fyrir sjálfa þig í tilefni dagsins, fara á "shopping spree" eða eitthvað!

 
Þann 12 september, 2006 16:00, sagði Anonymous Nafnlaus...

til hamingju með þetta

 
Þann 13 september, 2006 02:34, sagði Blogger Valla...

Hey til hamingju!

 
Þann 13 september, 2006 04:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hjartanlega til hamingju með þetta!!! :)

 
Þann 13 september, 2006 05:36, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju Ragna mín með þennan áfanga sem er hreint frábær hjá þér. Ég reyndar efaðist aldrei um að þetta gengi ekki hjá þér. Bestu óskir um áframhaldandi velgengni í skólanum. Kristján Pétur biður að heilsa

 
Þann 13 september, 2006 12:17, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með þetta.
Ertu þá kominn með doktorsprófið?

 
Þann 19 september, 2006 16:29, sagði Anonymous Nafnlaus...

jahúúú! til lukku!!! :D

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)