5 ár
Skrítið að búa hér í New York borg fimm árum eftir atburðina hörmulegu. Ég man ennþá hvar ég var þegar ég heyrði fyrst um árásirnar. Stóð úti í porti fyrir aftan gamla skóla í MR og var á leiðinni heim. Hefði aldrei dottið í hug þá að fimm árum seinna myndi ég búa í New York, hringiðu þeirra atburða sem voru að gerast akkúrat þá.
Þessa atburða var augljóslega minnst í dag og þrátt fyrir að hafa aðeins labbað í skólann og til baka aftur þá tók ég eftir að það átti að vera minningarganga hérna í götunni í kvöld (var auglýsing á hurðinni hjá mér), stúdentar voru að safna í sjóði til styrktar börnum fórnarlambanna, ein stúlka stóð á miðjum campus með fullt af kertum fyrir framan sig og las upp nöfn fórnarlambanna.
Svo í kvöld þegar ég var að horfa á sjónvarpið þá kom allt í einu bein útsending frá Hvíta húsinu - ég horfði á 20 mín langa ræðu Bush. Eina sem ég man eftir var áhersla hans á að “við” værum í stríði og það væri ekki búið, “við” myndum ekki láta “illu öflin” í Miðausturlöndum vinna, það sem þeir “illu” væru hræddastir við væri frelsið og það allra mikilvægasta væri að halda áfram að stuðla að áframhaldandi frelsi. Æi ég veit ekki hvað maður á að segja við svona ræðum, kannski af því maður er ekki vanur að hlusta á svona predikanir þá horfir maður á þetta öðruvísi augum. Þetta virkar svona á mig sem hvatningarræða til að réttlæta allt sem hefur verið gert síðustu fimm árin.
Að öðrum málum, sá hóp iðka karate úti áðan á leið minni heim. Var að hugsa um að horfa á en ákvað svo að það væri kannski ekki alveg viðeigandi. Annars eru helstu afrek lok síðustu viku hjá mér að hafa næstum því farið á Dikta tónleika á Piano’s, stað sem er á Lower East Side . Næstum því, í þeirri merkingu að við komum of seint og misstum af tónleikunum. Skemmti mér alveg ágætlega þrátt fyrir það og hitti alveg fullt af Íslendingum.
Þessa atburða var augljóslega minnst í dag og þrátt fyrir að hafa aðeins labbað í skólann og til baka aftur þá tók ég eftir að það átti að vera minningarganga hérna í götunni í kvöld (var auglýsing á hurðinni hjá mér), stúdentar voru að safna í sjóði til styrktar börnum fórnarlambanna, ein stúlka stóð á miðjum campus með fullt af kertum fyrir framan sig og las upp nöfn fórnarlambanna.
Svo í kvöld þegar ég var að horfa á sjónvarpið þá kom allt í einu bein útsending frá Hvíta húsinu - ég horfði á 20 mín langa ræðu Bush. Eina sem ég man eftir var áhersla hans á að “við” værum í stríði og það væri ekki búið, “við” myndum ekki láta “illu öflin” í Miðausturlöndum vinna, það sem þeir “illu” væru hræddastir við væri frelsið og það allra mikilvægasta væri að halda áfram að stuðla að áframhaldandi frelsi. Æi ég veit ekki hvað maður á að segja við svona ræðum, kannski af því maður er ekki vanur að hlusta á svona predikanir þá horfir maður á þetta öðruvísi augum. Þetta virkar svona á mig sem hvatningarræða til að réttlæta allt sem hefur verið gert síðustu fimm árin.
Að öðrum málum, sá hóp iðka karate úti áðan á leið minni heim. Var að hugsa um að horfa á en ákvað svo að það væri kannski ekki alveg viðeigandi. Annars eru helstu afrek lok síðustu viku hjá mér að hafa næstum því farið á Dikta tónleika á Piano’s, stað sem er á Lower East Side . Næstum því, í þeirri merkingu að við komum of seint og misstum af tónleikunum. Skemmti mér alveg ágætlega þrátt fyrir það og hitti alveg fullt af Íslendingum.