Dægurflugan
Fyrst ég byrjaði að blogga á annað borð þá langaði mig að spyrja einna spurningar. Hvernig stendur á því að ég hef ekki séð neitt minnst á "Singing Bee"? Þetta er alveg snilldarþáttur og "útlendingar" geta horft á hann á netinu hjá skjáeinum. Þetta er svona ekta þáttur fyrir Íslendinga með sönginn í fyrirrúmi. Ég amk loka mig inni í herbergi og syng hástöfum með, sérstaklega íslensku lögunum. Svo sakaði ekki að gamli vinnustaðurinn VÍS tók þátt í síðasta þætti. Algjör snilld þegar maður kannast við fólkið í sjónvarpinu.
Annars er nafnið annað mál - hvað er málið með Singing bee? Ég meina mér finnst dægurflugan miklu flottara nafn og ég kom upp með það á 10 sekúndum.
Æ, þetta er ömurlegur þáttur. Það er ekkert gaman að hlusta á sama lagið aftur og aftur og svo getur fólk ekki munað sama bútinn. Mér finnst þetta sko ekkert skemmtilegt. Það er samt örugglega gaman að vera þátttakandi.