Ragna í New York

23. október 2008

Dægurflugan

Fyrst ég byrjaði að blogga á annað borð þá langaði mig að spyrja einna spurningar. Hvernig stendur á því að ég hef ekki séð neitt minnst á "Singing Bee"? Þetta er alveg snilldarþáttur og "útlendingar" geta horft á hann á netinu hjá skjáeinum. Þetta er svona ekta þáttur fyrir Íslendinga með sönginn í fyrirrúmi. Ég amk loka mig inni í herbergi og syng hástöfum með, sérstaklega íslensku lögunum. Svo sakaði ekki að gamli vinnustaðurinn VÍS tók þátt í síðasta þætti. Algjör snilld þegar maður kannast við fólkið í sjónvarpinu.
Annars er nafnið annað mál - hvað er málið með Singing bee? Ég meina mér finnst dægurflugan miklu flottara nafn og ég kom upp með það á 10 sekúndum.

Þann 24 október, 2008 12:18, sagði Blogger Unknown...

Æ, þetta er ömurlegur þáttur. Það er ekkert gaman að hlusta á sama lagið aftur og aftur og svo getur fólk ekki munað sama bútinn. Mér finnst þetta sko ekkert skemmtilegt. Það er samt örugglega gaman að vera þátttakandi.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)