Ragna í New York

23. október 2008

Í hnotskurn

Frá því í síðustu viku hef ég:
  • komið upp um svindlara á prófum
  • farið yfir fyrrnefnt próf
  • spilað Rockband - ég er að verða algjör snillingur
  • horft á síðustu kappræðuna heima hjá vini mínum sem á heima niðri í Chelsea sem bæ thö vei er nágranni Brúsa Villis og Emmu undirfatakærustunnar hans (búa á sömu hæð og það eru bara tvær íbúðir á hæð - úff hugsa sér ef maður villtist og beygði til vinstri úr lyftunni en ekki hægri. Björn Bjarna myndi öfunda mig...)
  • farið á Woyzeck með Vesturporti í Brooklyn
  • farið í ferð með samnemendum til Delaware Water Gap þar sem við fórum í gönguferðir, villtumst, héldum varðeld, fórum í leiki, meiri gönguferðir, fórum á kanó (þar sem ónefndir aðilar duttu í vatnið), náði salamöndru og todpole (forfroskur).
  • fór í lambalæri til Völlu og Geirs í Princeton á þriðjudagskvöldið og var það bara mjög skemmtilegt. Ekkert svo slæmt að ferðast svona eina kvöldsstund til Princeton og fyrst Valla nennir að koma til NYC þá get ég alveg nennt að kíkja til Princeton. Græddi líka afmælisgjöf og alls konar krem í kaupbæti. (Það mættu aðrir alveg taka hana sér til fyrirmyndar.)

Þann 24 október, 2008 12:19, sagði Blogger Unknown...

Nóg að gera sé ég.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)