Ragna í New York

30. nóvember 2006

brunakerfið

fór af stað í gær... komst að því að við alvöru eldsvoða þá myndu allir verða fastir í stigunum. Við erum á 10 hæð og það var allt stopp á 7. hæð. Reyndar kom e-r náungi með svona brunaderhúfu (býst við að hann sé einn af starfsmönnum byggingarinnar sem eru þjálfaðir í að setja upp svona húfu við útköll) og lét okkur ganga yfir að næsta brunastiga sem liggur að útgangi bakvið húsið sem var frekar áhugavert. En já þegar við löbbum 7. hæðina þá fannst þessi líka allsvakalega brunalykt... þ.e. lykt af brenndu poppi úr örbylgjuofni. Ekki vildi ég vera sá sem ætlaði að gæða sér á poppinu. Annars er þetta í annað sinn sem brunakerfið fer af stað síðan ég kom hingað. Fyrra skiptið var í fyrra og mér skilst að sökudólgurinn hafi verið brennt popp í örbylgjuofni... er ekki málið bara að banna popp í byggingunni?

The fire alarm went off yesterday... we found out that in case of real fire, everyone would be stuck in the stairways. The Statistics department is on the 10th floor and 7th floor was were everyone got stuck. Actually some (random) guy with a firecap (not a fireman, I think he works in the building and is trained to set up this kind of cap in emergencies) made us walk to another stairways that ended at a door that leads to the back of the building - kind of interesting (I didn't know there was a small backyard). Anyways when we walked the 7th floor we could smell that something had been burning... i.d. popcorn had burnt in the microwave. I wouldn't want to be the one intending to eat said popcorn. This is actually only the second time the fire alarm goes off since I started going to school here. The first time was last year and I'm told the guilty person had burnt popcorn in a microwave... does anyone see a pattern here? Shouldn't the building just ban popcorn?

Þann 01 desember, 2006 10:16, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hmmm, það þarf nú kannski ekki alveg að banna popp í byggingunni, það væri alveg nóg að halda námskeið í poppgerð, getur ekki verið svo erfitt að kenna fólki að poppa!!!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)