Tilviljanir
Hafið þið einhvern tíman pælt í því að allt sem gerist er bara röð tilviljana? Að ég er þar sem ég er í dag út af eintómum tilviljunum. Afhverju til dæmis ákvað ég að sækja um Columbia? Ég man það ekki, veit bara að ég hálfvilltist inn á vefsíðuna þeirra eftir að hafa leitað á Google. Hvar væri ég í dag ef langalangamma mín hefði fundið langömmu mína þegar halda átti af stað til Ameríku? Fyndnasta er samt að þessar hugsanir byrjuðu að flæða þegar ég fékk bréf af sinnepi hjá samlokusölumanninum á fyrstu hæðinni - það bréf minnti mig á þegar Valla var í heimsókn í lok ágúst og við löbbuðum fram á tómatsósubréf sem mér tókst einmitt að stíga á og sprengja. Völlu tókst að vera réttu megin og á rétttum stað til að fá alla gusuna yfir sig. Röð tilviljana?
Have you ever thought that everything is ruled by chance? That you're were you are today because of pure coincidence. Why did I for example decide to apply for Columbia? I honestly don't remember, just know that I stumbled upon their website after having googled something. Where would I be today if my great-great-grandmother had found my great-grandmother when they were going to move to America? The funniest thing though is that these thought started to come when I got a small mustard packet from the sandwich and coffee guy on the first floor - it reminded me when my friend Valla was visiting at the end of August and there was a small ketchup packet on the sidewalk. I managed to step on it and blow it. Valla managed to be in the correct place to get all the ketchup on her. Was it a sequence of coincidences?
og er það kannski tilviljun að símanúmerin okkar eru næstum því eins?
Halló Ragna.
Ég ætlaði bara að láta þig vita af því að ég er komin með nýja bloggsíðu. Endilega kíktu á hana. :D
Kv. Kristín Ásta.
Símanúmerið mitt er eiginlega alveg eins og símanúmerið hans Ragga Bjarna...tilviljun?
stelpur þið eruð svo fyndnar
Valla: oh, núna er Ragnheiður ekkert ánægð að símanúmerið hennar er eins og símanúmerið mitt, Raggi Bjarna er miklu svalari en ég :)