Ragna í New York

8. desember 2006

an Icelander's favorite topic: the weather

Það voru mínus fjórar gráður þegar ég hélt af stað í skólann í dag, rétt eftir hádegið. Mínus fjórar takk fyrir. Fyrir nákvæmlega viku síðan var ég líka að kvarta yfir veðrinu - ég meina hafið þið heyrt um tuttugu gráður í desember - plús tuttugu sko. Hvaða rugl er í gangi hérna? Svo skilur fólk ekkert í því að maður er að kvarta, "bíddu ertu ekki frá Íslandi?" ef það væri einhver tímapunktur þar sem mig langaði til að kyrkja fólk þá væri það þegar þessi spurning kemur...

Negative four degrees Celsius was the verdict when I left my apartment for the office today, at around noon. Negative four (24°F), thanks. Exactly one week ago I was also complaining about the weather - I mean 20°C in December, it's not supposed to be like that. What is going on here? Then again folks around here don't understand why I'm complaining, "wait aren't you from ICEland?" if there ever was a time when I wanted to strangle people then that's it...

Fact 1 about me: cold weather brings out my foul mood

Þann 08 desember, 2006 15:31, sagði Anonymous Nafnlaus...

ó vá hvað ég skil þig, það er eins útlendingar fatti ekki að manni getur líka verið kalt þegar maður er frá Íslandi.

 
Þann 09 desember, 2006 10:18, sagði Anonymous Nafnlaus...

Mér finnst bara ljómandi fínt þegar það koma dagar yfir 20 gráður í desember ;)

 
Þann 09 desember, 2006 15:30, sagði Anonymous Nafnlaus...

Það er einmitt "óveður" hérna núna. Fólk varað við að vera á ferli og allt saman. :D

 
Þann 11 desember, 2006 12:59, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ Ragna :)

Þetta er Sirrý úr Réttó. Hún Lára skildi eftir komment á síðunni minni og ég fór að forvitnast inná síðuna hennar og fann þar þína síðu. Gaman að skoða síðurnar ykkar og sjá hvað þið eruð að gera. Vá hvað ég held að það sé æðislegt að búa í New York. Mig langar svo geðveikt að koma þangað. Allavegana vona að þú hafir það gott. Varð að kasta smá kveðju á þig.

Kveðja Sirrý

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)