Ragna í New York

28. nóvember 2006

Stresstíðin nálgast

Síðastliðin vika:
kíkti í bíó á Borat á miðvikudaginn, fór í Þakkargjarðarmat til Petu frænku á fimmtudaginn, óvænta afmælisveislu á föstudagskvöldið, út að borða með Margréti á laugardagskvöldið og þess á milli var það svefn og skrifstofan sem biðu. Það var reyndar voða notalegt að vera hérna á Þakkargjörðarhátíðinni, engin umferð í borginni og sást varla sála (svona miðað við New York). Annars er misserið brátt á enda og allir að verða smástressaðir yfir prófum sérstaklega nemendurnir. Sjálf er ég að verða stressuð yfir verkefninu sem þarf að skila eftir viku en sem betur fer eru engin lokapróf hjá mér í ár. Í fyrsta skipti síðan í Réttó í gamla daga sem ég þarf ekki að taka próf í desember og það var fyrir 9 árum síðan! Í tilefni þess vonast ég til þess að geta skreytt íbúðina eitthvað fyrir jólin, væri það ekki gaman?

Last week:
went to the movies to see Borat on Wednesday, had Thanksgivingday dinner at my cousin Peta's on Thursday, surprise birthday party on Friday night, went out for dinner with Margrét on Saturday night and between that sleeping and the office waited. It was actually quite nice here on Thanksgiving, no traffic in the city and almost no one around at 6PM (well compared to usually in NYC). In other news, this semester is almost over and everyone's getting a little stressed out because of finals, specially my students. I on the other hand am getting stressed out about the project we need to present in 1 week but fortunately I have no finals this year. It's actually for the first time since junior high (the good old days when I had 3 semester in each school year) that I don't have to take any finals in December and I finished junior high 9 years ago! To celebrate that I hope to be able to decorate my apartment in celebration of Christmas, wouldn't that be nice?

Þann 29 nóvember, 2006 08:03, sagði Blogger Ragnhildur...

Jú, það væri mjög gaman. Sjálf er ég ánægð að vera bara í tveim prófum í desember. Ertu búin að ákveða jólaskreytingaþema?

 
Þann 30 nóvember, 2006 08:41, sagði Blogger Hákon...

Júbb skreyttu og skreyttu.
Mér þætti gaman ef þú gætir hengt föndrað eitthvað skemmtilegt og svo kennt okkur hinum.

Þetta minnir mig á ósmekklegan brandara:
Michael Jackson var eins og venjulega á leið í lýtaaðgerð. En núna fór hann yfir strikið þannig að karlinn (eða "it"?) lést í aðgerðinni. Hann yfirgaf líkama sinn og ferðaðist upp til himna. Þar bankaði hann á gullna hliðinu.
Skömmu síðar kom Lykla-Pétur til dyra og sagði:
"Hvað vilt þú hér! Þú ert ekki velkominn hérna! Heldurðu að þú getir bara fengið að hitta Guð að vild?"
Þá svarar Micheal Jackson:
"Nei ég vildi nú bara fá að hitta Jesúbarnið"

*trommuslag - semball*

 
Þann 30 nóvember, 2006 20:09, sagði Blogger Ragna...

Ragnhildur: nei ekki búin að ákveða þema - held við ættum fyrst að sjá til hvort ég skreyti á annað borð.

Hákon: hvernig í ósköpunum minnti þetta þig á þennan brandara??? ertu að fara yfirum þarna í Danmörkinni?

 
Þann 01 desember, 2006 13:16, sagði Blogger Hákon...

Nei ég er nú ekki ennþá farinn yfirum.

Ég veit ekki alveg af hverju ég skrifaði þetta í kommentakerfið hjá þér, ég vona að þú hafir ekki tekið þetta illa til þín enda var það ekki meiningin :)

Þú verður samt að viðurkenna að þetta er ansi fyndinn brandari!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)