Ragna í New York

19. september 2006

Lyktandi sólskin í París?

Síðustu vikuna hefur ágerst lykt inni í eldhúsinu. Við vorum búnar að fara í gegnum allt sem okkur mögulega datt í hug en aldrei fundum við hvaðan lyktin kom. Enda mjög erfitt að átta sig á því. Í kvöld kom Margrét í heimsókn og við fórum í gegnum allt saman - tókum meira að segja eldavélina fram (og vei fann svarta tappann sem vantaði á espressó könnuna mína) en ekkert gekk. Við gáfumst loks upp - fórum að sinna öðrum hlutum. Svo þegar Margrét var að fara þá fór ég aftur af stað og fann út að þetta var kartöflupokinn minn. Ég sver það að ég keypti þennan poka fyrir rúmri viku síðan og kartöflurnar efst voru í fínu lagi. Hins vegar var neðsta lagið ógeðslegt, lak vökvi úr því og spriklandi svona hvítir ormar. Virkilega ógeðslegt! En já ég er búin að þrífa allt sem mögulega gat komið við þetta, keypti meira að segja svona lyktar-bakteríu-drepandi sprey og spreyjaði ofan á. Vonum að þetta hafi komist í samt lag á eftir.

Annars er svona helst að frétta að ég tók að mér að taka stelpu í grunnnámi í aukatíma. Mamma hennar og allt kom með til að tryggja það að hún fyndið e-n til að hjálpa. (þær bönkuðu á allar skrifstofurnar). Flestir vita hversu erfitt ég á með að segja nei, sérstaklega svona augliti til auglitis. Jæja, þetta er vel borgað en málið er að ég hef aldrei hjálpað manneskju sem kann alveg efnið. Hún vildi bara hafa e-n hjá sér til að staðfesta að þetta væri rétt og hlýða henni yfir efnið. Ef þið munið eftir sjónvarpsþáttunum Gilmore Girls. Munið þið eftir einni persónunni, Paris? Þetta er í fyrsta sinn sem ég hitti e-n sem er alveg eins, vissi ekki að fólk gæti talað svona hratt í alvörunni. Ég er sem sagt með Paris úr Gilmore Girls í aukatímum ;)

Fór annars í bíó í dag á Little Miss Sunshine (takk Valla og Ásdís fyrir ábendinguna). Vissi ekkert um hvað myndin var en hún var alveg bráðskemmtileg. Mæli með henni.

Þann 19 september, 2006 22:30, sagði Blogger Valla...

Já þetta er góð mynd. ;)

 
Þann 20 september, 2006 19:30, sagði Anonymous Nafnlaus...

til lukku með masters-skráninguna og vá hvað það er óstjórnlega fyndið að þú sért með paris í einkatímum!!! :D

 
Þann 20 september, 2006 19:34, sagði Anonymous Nafnlaus...

heyrðu var að fatta eitt: hún Hanna (ein af eðlunum) var að vinna við svona fMRI í sumar! það var víst svakastuð...

 
Þann 25 september, 2006 17:26, sagði Blogger Albína...

Við Erika elskum Gilmore Girls! Ég verð að muna að segja henni frá þessu!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)