Ragna í New York

24. september 2007

Hitnar í kolunum

Núna annað hvort hatar fólk Columbia eða dáir...
Fólk sem hefur komið í heimsókn til mín veit að ég á heima einni blokk frá einu horni kampusins. Nákvæmlega á því horni er húsið þar sem umræðurnar fara fram í dag. Það er búið að setja upp upptökustúdíó á götuhorninu mínu og kampusinn er fullur af allskonar plakötum. Annars eru rúmir 2 tímar í fundinn - ég er að pæla að labba upp á kampus þar sem mótmæli fara fram...

Þann 24 september, 2007 15:20, sagði Anonymous Nafnlaus...

vá, sumsé komin nørrebro-ungdomshus-demonstration stemmning :P góða skemmtun!

 
Þann 24 september, 2007 17:25, sagði Blogger Ragna...

Þetta fór nú allt mjög friðsamlega fram ;) Á meðan ég borðaði hádegismatinn minn sá ég hóp af gyðingum syngja og dansa, síðan voru nokkri strákar með lúður og banjó og voru eitthvað að syngja.

Annars horfði ég á beina útsendingu á grasflötinni á kampus. Hef aldrei séð jafnmarga samankomna þarna. Honum tókst vel að snúa út úr öllum spurningum þangað til hann sagði að það væru engir samkynhneigðir í Íran. Alveg ótrúlegt! Held að allir í kringum mig hafi farið að hlægja að vitleysunni í honum þá. Reyndar fékk hann slatta af klappi þegar hann varði Palestínu í staðinn fyrir að svara fyrir það sem hann hefur látið út úr sér með Ísrael.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)