Ef maður væri ekki háður kaffinu...
Hvað er málið með mig? Það líður ekki sá mánudagur eða miðvikudagur (dagarnir sem ég er að kenna) að ég helli ekki á mig kaffi. Ekki það að maður hafi ekki hellt á sig kaffi áður en það var aldrei svona reglulega...
Ég setti upp svona grindur í eldhúsið til að hengja upp alls konar hluti. Keypti grindurnar í lok maí en grindurnar voru partur af því sem ég “mátti” ekki setja upp þegar sumarleigandinn kom. Mér var þá vinsamlegast tilkynnt að breyta engu í sameigninni og bent á það að það væri nú best að ræða um þetta við Meha. Grindurnar voru nú samt keyptar eftir samtal við Meha um hvað við gætum gert við eldhúsið...
Það var dálítið mál að setja upp þessar grindur, ég hafði fengið skrúfur í byggingavöruverslun hérna handan við hornið og svo lét gaurinn þar mig fá nagla svo ég gæti búið til gat fyrir skrúfurnar (í staðinn fyrir að bora sko). Voða tæknilegt sko. En já það er eitthvað útvarp/geislaspilari sem hangir á skápunum í eldhúsinu (var í íbúðinni þegar ég flutti) og var það svo mikið fyrir að ég gat ekki búið til gat fyrir skrúfuna. Ég endaði á því að taka það bara niður (fattaði að það voru skrúfur í skápnum fyrir ofan) þetta var samt dáldið mikið basl - þurfti m.a. að ná í stafla af bókum til að halda við útvarpið þegar ég festi það upp aftur. Næst er barra að kaupa eina grind í viðbót svo við getum sett kryddhilluna upp.
Ég setti upp svona grindur í eldhúsið til að hengja upp alls konar hluti. Keypti grindurnar í lok maí en grindurnar voru partur af því sem ég “mátti” ekki setja upp þegar sumarleigandinn kom. Mér var þá vinsamlegast tilkynnt að breyta engu í sameigninni og bent á það að það væri nú best að ræða um þetta við Meha. Grindurnar voru nú samt keyptar eftir samtal við Meha um hvað við gætum gert við eldhúsið...
Það var dálítið mál að setja upp þessar grindur, ég hafði fengið skrúfur í byggingavöruverslun hérna handan við hornið og svo lét gaurinn þar mig fá nagla svo ég gæti búið til gat fyrir skrúfurnar (í staðinn fyrir að bora sko). Voða tæknilegt sko. En já það er eitthvað útvarp/geislaspilari sem hangir á skápunum í eldhúsinu (var í íbúðinni þegar ég flutti) og var það svo mikið fyrir að ég gat ekki búið til gat fyrir skrúfuna. Ég endaði á því að taka það bara niður (fattaði að það voru skrúfur í skápnum fyrir ofan) þetta var samt dáldið mikið basl - þurfti m.a. að ná í stafla af bókum til að halda við útvarpið þegar ég festi það upp aftur. Næst er barra að kaupa eina grind í viðbót svo við getum sett kryddhilluna upp.
Borvélar eru líka vesen, mismunandi borar fyrir mismunandi veggi, ég ætla að reyna að sneiða hjá því að læra muninn :)
Ragnhildur: það er svo auðvelt að læra muninn á borunum. ;)
Ég þarf stundum að bora heima hjá mér. Það er ekki skemmtilegt en maður lætur sig hafa það.
Skil ekkert í þessu með kaffið Ragna.