Ragna í New York

22. september 2006

Aðdáandi?

Fór út að borða með Margréti í kvöld. Fórum á indverskan stað ekki langt í burtu héðan. Ég hef farið tvisvar áður á þennan stað. Fyrst fyrir rúmu ári síðan þegar ég fór með Helgu og Sigga. Þá hittum við á þjón sem var líka svona rosa hress og endaði á því að gefa okkur te eftir matinn (eða eitthvað sem fylgdi ekki). Í annað skiptið fór ég með Siggu, Harold og krökkunum (hugsa í mars fyrr á þessu ári). Um leið og við komum inn þá kemur sami þjónn, brosandi út að eyrum og vissi strax hver ég var. Þjónustan var voða fín og í miðri máltíð kemur hann með tvo Shirley Temple (óáfengur kokteill) handa krökkunum, í boði hússins. Núna þegar við Margrét komum inn þá er hvergi þjóninn að sjá. Við fáum sæti, svo lít ég upp og hver annar en þjónninn kemur aðsvífandi og getið hvað, hann mundi eftir mér. Eftir að við Margrét höfðum sagt öðrum þjóni að við vildum bara vatn, þá kemur hann og spyr hvort við viljum ekki vín með matnum - endar með því að hann færir okkur sitthvort hvítvínsglasið og já í boði hússins. Núna talaði hann ennþá meira við okkur - spurði mig meðal annars hvað hafi orðið af mér, ég hlyti að hafa farið e-t í burtu því hann hefði ekki séð mig svo lengi. Eitthvað meira í þessum dúr fór fram á milli okkar. Svo þegar við fórum þá heimtaði hann að fá að faðma mig og ég átti að skila kveðju til systur minnar og segja henni frá öllum frábæru gaurunum sem ég hitti í borginni.

Spurningin er þessi: Á ég að vera hrædd - eða á ég að gera eins og Meha segir, fara svona á þriggja vikna fresti og taka vini með mér og notfæra mér fríðindin á staðnum. Við skulum taka það fram að Meha hefur oft farið á sama veitingastað en aldrei hefur henni verið boðið neitt ókeypis þar og þó er hún indversk. Já og vel á minnst, þjónninn er ekki indverskur heldur svona frekar asískur (kannski kóreskur) í útliti. Helga, manstu hvaðan hann sagðist vera?

Þann 23 september, 2006 14:58, sagði Anonymous Nafnlaus...

Man eftir þessum kalli en man ekkert hvaðan hann er. Hann var eiginlega óþægilega "nice" þegar við fórum þarna út að borða og mér heyrist hann ekkert hafa lagast. Ég myndi bara nýta mér þessi fríðindi sem þú færð þarna en vera samt ekkert of skemmtileg við hann svo að hann haldi sér í ágætis fjarlægð. :)

 
Þann 23 september, 2006 16:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

Já, ég veit það ekki!!!

 
Þann 25 september, 2006 11:12, sagði Anonymous Nafnlaus...

Mér finnst að þú eigir ekki að vera hrædd og fara þarna á þriggja vikna fresti og þá sérstaklega þegar ég kem :) hehehe

 
Þann 25 september, 2006 15:48, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ragna við förum á þennan stað í næstu viku. Það er ekki að ræða neitt annað. Mememe

 
Þann 25 september, 2006 17:24, sagði Blogger Albína...

Þú ert nú meiri hözzlerinn stelpa!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)