Ragna í New York

29. september 2006

Rannsókn mín á mismunandi ferðamátum

Síðasta sólarhringinn er ég búin að prófa margs konar ferðamáta. Subway, Amtrak (fínni lest), SEPTA (ekki eins fín lest), keyra um í grænni bjöllu og svo rútu. Lagði af stað rétt fyrir 3 í gær og kom til baka um 12 leytið á hádegi í dag.

Fór nefnilega til Upper Darby - úthverfi Philadelphiu á Sufjan Stevens tónleika í gær. Átti upphaflega að fara með Völlu - en hún forfallaðist og minnstu munaði að ég hætti við ferðina. Endaði með því að fara með Nikkitu vinkonu minni sem á heima ekkert svo langt frá tónleikastaðnum.

Ég tók því Amtrak til Philadelphiu til að hitta á Völlu, sem er í skóla þar. Hún nefnilega hafði keypt miðana og e-n veginn varð ég að ná í þá. Síðan tók ég SEPTA lestina til Doylestown Pa, þar sem Nikkita á heima. Þar kom hún og sótti mig á grænu bjöllunni sinni - þetta var í fyrsta sinn sem ég sest inn í bjöllu - voða flott. Við fórum á tónleikana - hittum meira segja fullt af krökkum sem voru með henni í menntaskóla (high school). Gisti svo í Doylestown og tók rútuna þaðan beint til NYC í morgun.

Tónleikarnir voru frábærir, sorrý Valla, bara verð að segja þetta. Það voru fimmtán manns á sviðinu, allir með fiðrildavængi og grímur nema Sufjan Stevens, hann var með arnarvængi. Hann tók mörg lög af The Seven Swans og Illinois. Ég held það hafi tekið salinn 5 mínútur að klappa hann upp eftir tónleikana. Held það sé vegna þess að þau þurftu að koma sér úr vængjunum.

Annars eru Hanna og Ingi að koma í heimsókn í dag. Þau verða hérna næstu 10 dagana eða svo. Það verður því yfirfullt að gera og því ábyggilega lítið um blogg.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)