Ragna í New York

11. nóvember 2005

Afmæli og fleira

Jæja ég er á lífi - það sem gerðist er uþb atriði númer þrjú hér efst á síðunni ;) - of mikið að gera.

Fyrst langar mig að þakka öllum kærlega fyrir sem sendu mér kveðju og/eða hringdu á afmælisdaginn minn. Það var alveg frábært að heyra í svona mörgum og ég bara verð að afsaka það að hafa ekki svarað sérstaklega til baka - ég einhvern veginn hef bara ekki haft tíma í það. Vona að þetta nægi - ef ekki þá bara senda mér annað bréf og ég skal svara því ;)

Í tilefni af afmælinu mínu og lokum miðsannarprófanna þá verður svo partí hérna heima hjá mér í kvöld. Ef einhver sem les þetta er í New York og langar að mæta þá endilega komið við. Þetta byrjar kl. 9 í kvöld - sjá heimilisfang hér til hliðar.

Það er mikið búið að gera síðan ég skrifaði síðast. Búin að fara í tvö miðsannarpróf og skila uþb. 4 stórum heimaverkefnum.

Síðustu helgi var haustfrí, þ.e. ég var í fríi mánudag og þriðjudag. Ég ákvað að notfæra mér þetta frí og skrapp til Siggu Sóleyjar. Ég tók Greyhound rútu til Wilmington á föstudag og gekk það bara furðuvel - tók rúma tvo tíma að komast þetta. Samt dálítið fyndið hvernig svona rútusystem virkar hérna. Ég var komin til Wilmington um hádegið og lék mér við Stefán þar til aðrir komu heim. (Stefán fékk að fara fyrr heim úr skólanum til að vera með mér). Um kvöldið fór ég í verslunarferð með Siggu, Harold og Kristínu Eddu og tókst loksins að versla mér peysur og nýtt belti. Á laugardeginum fórum við Sigga og krakkarnir í lautarferð. Fórum í mjög skemmtilegan garð rétt utan við Wilmington. Haustlitirnir voru alveg æðislegir - þarna var lítill lækur og við hann sat kona sem var að mála - alveg eins og klippt úr einhverri bíómynd. Seinna um kvöldið var mér svo tilkynnt að ég væri að fara í afmælisveislu með Siggu hjá samstarfsmanni hennar. Það var mjög gaman og mjög gott að borða. Sunnudagurinn fór svo í meiri verslunarleiðangur með Siggu , í þetta sinn keypti ég þessa fínu vetrarkápu ásamt tveimur húfum/höttum og einhverju fleiru. Á mánudeginum var svo matarboð í tilefni þess að ég varð 23 ára núna á þriðjudaginn (8.nóv). Voða gaman og langt síðan ég hef fengið köku með kertum til að blása á. Ég fékk líka vægt áfall sama dag. Sigga og Harold fá hreingerningarkonu aðra hverja viku og hún kom á mánudeginum. Haldið þið ekki að hún hafi brotið saman öllu óhreinu fötin mín sem lágu á stólnum inni í gestaherberginu og hreinsað hárin úr hárbustanum mínum!!! Ég skammaðist mín alveg hrikalega og konan er komin 8 mánuði á leið. Á afmælisdaginn sjálfan var ég nú bara ein heima hjá Siggu að læra fyrir próf sem ég tók daginn eftir ásamt því að sinna annarri vinnu sem ég átti eftir. Svo tók ég loksins lestina um kvöldið til New York.

Það er svo búið að vera brjálað frá því ég kom aftur því prófið var svona tímapróf/taka heim próf þ.e. maður hafði 24 klst til að klára prófið heima eftir að hafa reynt við það í 1 og hálfan tíma í skólanum. (50% kredit fyrir það sem maður gerir heima). Síðan var verkefnaskil og er ég loksins búin að því.

Annars vona ég bara að kvöldið verði ánægjulegt - bið að heilsa öllum á Íslandi.

Þann 11 nóvember, 2005 17:12, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með afmælið.
Kveðja; Kristín Á.

 
Þann 13 nóvember, 2005 15:58, sagði Blogger Valla...

Þegar ég las Stefán hélt ég þú meintir Stebba okkar og hló því mjög hátt þegar ég las: stefán fékk að fara fyrr heim úr skólanum... hélt þeir væru orðnir eitthvað skrítnir þarna í Cornell

 
Þann 15 nóvember, 2005 05:11, sagði Anonymous Nafnlaus...

múha! :D þetta er fyndnasti mislestur sem ég hef heyrt Valla! :D
hvað þýðir þetta 50% kredit? skil ekki alveg...

 
Þann 15 nóvember, 2005 10:26, sagði Blogger Ragna...

sko segjum t.d. að maður gerir hálft prófið í tímanum þá fær maður sko 5 fyrir þann hluta ekki satt? ef maður klárar svo hinn helminginn heima þá fær maður 50% af þeirri fimmu eða 2,5 fyrir þann hluta ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)