Ragna í New York

25. júní 2009

Spurning?

Ég kvartaði á facebook fyrir tæpum tveimur vikum eftir að afgreiðslukona (eigandinn sko) á kaffihúsi hérna rétthjá dúndraði nánast í mig dollaraseðli fyrir að dirfast að segja henni að hún hefði rukkað mig of mikið. Tveim dögum seinna var búið að loka kaffihúsinu og nú er búið að rífa flest allt út úr því. Ég býst við að reksturinn hafi ekki gengið upp enda var eigandinn algjörlega vanhæfur. Las svo eitthvert slúður á einu Columbia blogginu að heilbrigðisteftirlitið hafi margoft gert athugasemdir þarna. Er ég slæm manneskja að vera glöð að búið sé að loka staðnum og að eigandinn hafi átt þetta fullkomlega skilið? Vel á minnst ég er víst ekki sú eina sem á svipaðar sögur í samskiptum við þessa konu.

Þann 26 júní, 2009 16:34, sagði Blogger Unknown...

Þessi manneskja hefur kannski bara svindlað viljandi á fólki og verið pirruð þegar það hefur ekki tekist. ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)